Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tæpri viku dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan fíkniefnaakstur.
Á rúmlega árs tímabili árin 2017 og 2018 var maðurinn stöðvaður þrettán sinnum af lögreglu undir áhrifum amfetamíns eða kannabis. Maðurinn var án ökuréttinda í öll þrettán skiptin.
Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum í fimm ár. Allur sakarkostnaður, tæplega 1,5 milljónir króna, greiðist af sakfellda.
