Mun alltaf bera ör eftir árásina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. janúar 2019 07:00 Árásin átti stað við hraðbanka Arionbanka í miðbæ Akureyrar. Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira