Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 13:02 Kamala Harris hefur vakið athygli fyrir harða andstöðu gegn Donald Trump. AP/Saul Loeb Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09