Draumur varnarmannsins Francesco Acerbi hjá Lazio að slá met Javier Zanetti yfir flesta leiki spilaða í röð í ítölsku úrvalsdeildinni dó í gær.
Hann var þá rekinn af velli í 2-1 tapi gegn Napoli. Hann fékk tvö gul spjöld í leiknum. Hann fer nú í leikbann og nær ekki 150 leikjum í röð. Met Zanetti er 162 leikir í röð.
Acerbi hafði spilað alla leiki Lazio síðan 18. október árið 2015. Það eitt og sér er magnaður árangur. Hann bað félaga sína afsökunar á að hafa brugðist þeim.
Þjálfarinn hans, Simone Inzaghi, sagði að brottreksturinn hefði verið rangur dómur en það var ekki deilt við dómarann í gær frekar en oft áður.
Rekinn af velli eftir að hafa spilað 149 leiki í röð
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti



„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti
