31 PTS, 4 REB, 3 AST
29 2nd half PTS
GAME-WINNER
Derrick Rose leads the @Timberwolves to victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/pr0oPadhPT
— NBA (@NBA) January 21, 2019
Derrick Rose skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok þegar Minnesota Timberwolves vann 116-114 sigur á Phoenix Suns. Rose gerði meira en það því hann var með 29 af 31 stigi sínum í seinni hálfleik þegar Úlfarnir unnu upp ellefu stiga forskot Phoenix Suns.
Það ótrúlega er að 30 sekúndum fyrir leikslok leit út fyrir að Rose yrði skúrkurinn þegar hann klikkaði vítaskoti. Hann fékk hins vegar annað tækifæri og nýtti það.
29 2nd half PTS | Game-winner
D-Rose comes up CLUTCH in the @Timberwolves victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/34ZkZco1hf
— NBA (@NBA) January 21, 2019
Karl-Anthony Towns sá um stigaskorun Minnesota Timberwolves framan af og var með 28 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum í þeim síðari en Minnesota gat sem betur fer leitað til reynsluboltans Derrick Rose.
T.J. Warren var atkvæðamestur hjá Phoenix Suns með 21 stig en þeir Devin Booker og Kelly Oubre, Jr. voru báðir með átján stig. Warren reyndi lokaskot leiksins en það geigaði.
27 PTS | 9 AST | 9 REB
Tobias leads the @LAClippers to the 103-95 road W! #ClipperNationpic.twitter.com/e7rv9BBHD8
— NBA (@NBA) January 21, 2019
Tobias Harris skoraði 27 stig og vantaði bara eitt frákast og eina stoðsendingu í þrennuna þegar Los Angeles Clippers vann 103-95 útisigur á San Antonio Spurs.
LaMarcus Aldridge var með 30 stig og 14 fráköst fyrir San Antonio en liðið henti frá sér boltanum alls átján sinnum. Patrick Beverly átti flottan leik með Clippers-liðinu en hann skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
21 PTS | 7 AST
Victor Oladipo leads the @Pacers to victory, improving to 31-15 on the season! #Pacerspic.twitter.com/dfit3sWXDH
— NBA (@NBA) January 21, 2019
Victor Oladipo skoraði 21 stig fyrir Indiana Pacers og Darren Collison bætti við 19 stigum þegar liðið vann 120-95 sigur á Charlotte Hornets. Þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í síðustu fimm leikjum. Kemba Walker var með 23 stig fyrir Charlotte.
Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt:
Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 116-114
San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 95-103
Indiana Pacers - Charlotte Hornets 120-95