Hetjudáðir Derrick Rose á lokasekúndunni kórónuðu endurkomu Úlfanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 08:00 Derrick Rose fór hamförum í seinni hálfleiknum. Getty/ David Berding Derrick Rose var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers sótti sigur til San Antonio og Indiana Pacers vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.31 PTS, 4 REB, 3 AST 29 2nd half PTS GAME-WINNER Derrick Rose leads the @Timberwolves to victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/pr0oPadhPT — NBA (@NBA) January 21, 2019Derrick Rose skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok þegar Minnesota Timberwolves vann 116-114 sigur á Phoenix Suns. Rose gerði meira en það því hann var með 29 af 31 stigi sínum í seinni hálfleik þegar Úlfarnir unnu upp ellefu stiga forskot Phoenix Suns. Það ótrúlega er að 30 sekúndum fyrir leikslok leit út fyrir að Rose yrði skúrkurinn þegar hann klikkaði vítaskoti. Hann fékk hins vegar annað tækifæri og nýtti það. 29 2nd half PTS | Game-winner D-Rose comes up CLUTCH in the @Timberwolves victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/34ZkZco1hf — NBA (@NBA) January 21, 2019 Karl-Anthony Towns sá um stigaskorun Minnesota Timberwolves framan af og var með 28 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum í þeim síðari en Minnesota gat sem betur fer leitað til reynsluboltans Derrick Rose. T.J. Warren var atkvæðamestur hjá Phoenix Suns með 21 stig en þeir Devin Booker og Kelly Oubre, Jr. voru báðir með átján stig. Warren reyndi lokaskot leiksins en það geigaði.27 PTS | 9 AST | 9 REB Tobias leads the @LAClippers to the 103-95 road W! #ClipperNationpic.twitter.com/e7rv9BBHD8 — NBA (@NBA) January 21, 2019Tobias Harris skoraði 27 stig og vantaði bara eitt frákast og eina stoðsendingu í þrennuna þegar Los Angeles Clippers vann 103-95 útisigur á San Antonio Spurs. LaMarcus Aldridge var með 30 stig og 14 fráköst fyrir San Antonio en liðið henti frá sér boltanum alls átján sinnum. Patrick Beverly átti flottan leik með Clippers-liðinu en hann skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.21 PTS | 7 AST Victor Oladipo leads the @Pacers to victory, improving to 31-15 on the season! #Pacerspic.twitter.com/dfit3sWXDH — NBA (@NBA) January 21, 2019Victor Oladipo skoraði 21 stig fyrir Indiana Pacers og Darren Collison bætti við 19 stigum þegar liðið vann 120-95 sigur á Charlotte Hornets. Þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í síðustu fimm leikjum. Kemba Walker var með 23 stig fyrir Charlotte.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 116-114 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 95-103 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 120-95 NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Derrick Rose var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers sótti sigur til San Antonio og Indiana Pacers vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.31 PTS, 4 REB, 3 AST 29 2nd half PTS GAME-WINNER Derrick Rose leads the @Timberwolves to victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/pr0oPadhPT — NBA (@NBA) January 21, 2019Derrick Rose skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok þegar Minnesota Timberwolves vann 116-114 sigur á Phoenix Suns. Rose gerði meira en það því hann var með 29 af 31 stigi sínum í seinni hálfleik þegar Úlfarnir unnu upp ellefu stiga forskot Phoenix Suns. Það ótrúlega er að 30 sekúndum fyrir leikslok leit út fyrir að Rose yrði skúrkurinn þegar hann klikkaði vítaskoti. Hann fékk hins vegar annað tækifæri og nýtti það. 29 2nd half PTS | Game-winner D-Rose comes up CLUTCH in the @Timberwolves victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/34ZkZco1hf — NBA (@NBA) January 21, 2019 Karl-Anthony Towns sá um stigaskorun Minnesota Timberwolves framan af og var með 28 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum í þeim síðari en Minnesota gat sem betur fer leitað til reynsluboltans Derrick Rose. T.J. Warren var atkvæðamestur hjá Phoenix Suns með 21 stig en þeir Devin Booker og Kelly Oubre, Jr. voru báðir með átján stig. Warren reyndi lokaskot leiksins en það geigaði.27 PTS | 9 AST | 9 REB Tobias leads the @LAClippers to the 103-95 road W! #ClipperNationpic.twitter.com/e7rv9BBHD8 — NBA (@NBA) January 21, 2019Tobias Harris skoraði 27 stig og vantaði bara eitt frákast og eina stoðsendingu í þrennuna þegar Los Angeles Clippers vann 103-95 útisigur á San Antonio Spurs. LaMarcus Aldridge var með 30 stig og 14 fráköst fyrir San Antonio en liðið henti frá sér boltanum alls átján sinnum. Patrick Beverly átti flottan leik með Clippers-liðinu en hann skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.21 PTS | 7 AST Victor Oladipo leads the @Pacers to victory, improving to 31-15 on the season! #Pacerspic.twitter.com/dfit3sWXDH — NBA (@NBA) January 21, 2019Victor Oladipo skoraði 21 stig fyrir Indiana Pacers og Darren Collison bætti við 19 stigum þegar liðið vann 120-95 sigur á Charlotte Hornets. Þetta var fjórði sigur Indiana liðsins í síðustu fimm leikjum. Kemba Walker var með 23 stig fyrir Charlotte.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 116-114 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 95-103 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 120-95
NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira