Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2019 10:45 Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Vísir/Vilhelm Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00