Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Anton Ingi Leifsson skrifar 31. janúar 2019 22:55 Kristófer í leik með KR. Fréttablaðið/eyþór Kristófer Acox, leikmaður KR, upplifði blendnar tilfinningar í dramatískum sigri Vesturbæjarliðsins á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld. Hann greinir frá því á Twitter að hann hafi í fyrsta skipti á ferlinum upplifað kynþáttaníð af hendi stuðningsmanns Tindastóls meðan á leiknum stóð. „aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!,“ skrifaði Kristófer á Twitter í kvöld. KR vann frábæran sigur í Síkinu í kvöld eftir að hafa verið tuttugu stigum undir í fyrri hálfleik en Kristófer átti fínan leik í kvöld. Hann skoraði níu stig og tók sjö fráköst. Kristófer samdi í sumar við Denain Voltare í frönsku B-deildinni en snéri aftur til KR í byrjun nóvember eftir að hafa ekki fundið fjölina í Frakklandi.Uppfært klukkan 0:06 með yfirlýsingu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls að neðan: Stjórn KKD Tindastóls harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í kvöld (fimmtudag) í Síkinu. Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun. Stjórn KKD Tindastóls vil biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig. Fh KKD Tindastóls Ingólfur Jón Geirsson Formaður aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður KR, upplifði blendnar tilfinningar í dramatískum sigri Vesturbæjarliðsins á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld. Hann greinir frá því á Twitter að hann hafi í fyrsta skipti á ferlinum upplifað kynþáttaníð af hendi stuðningsmanns Tindastóls meðan á leiknum stóð. „aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!,“ skrifaði Kristófer á Twitter í kvöld. KR vann frábæran sigur í Síkinu í kvöld eftir að hafa verið tuttugu stigum undir í fyrri hálfleik en Kristófer átti fínan leik í kvöld. Hann skoraði níu stig og tók sjö fráköst. Kristófer samdi í sumar við Denain Voltare í frönsku B-deildinni en snéri aftur til KR í byrjun nóvember eftir að hafa ekki fundið fjölina í Frakklandi.Uppfært klukkan 0:06 með yfirlýsingu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls að neðan: Stjórn KKD Tindastóls harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í kvöld (fimmtudag) í Síkinu. Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun. Stjórn KKD Tindastóls vil biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig. Fh KKD Tindastóls Ingólfur Jón Geirsson Formaður aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00