Sagði lögmanni Dr. Luke að skammast sín í nýbirtum vitnisburði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 21:58 Lady Gaga. Getty/Frazer Harrison Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga. MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga.
MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00
#FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01
Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“