Sagði lögmanni Dr. Luke að skammast sín í nýbirtum vitnisburði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 21:58 Lady Gaga. Getty/Frazer Harrison Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga. MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga.
MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00
#FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01
Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00