600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2019 20:00 400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00