Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira