Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 15:45 Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar. Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni. Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni.
Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent