Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag.
Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.

Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist.
Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots.