Bjarni Siguróli í 11. sæti í einni virtustu matreiðslukeppni heims Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 19:54 Frá keppninni. Mynd/Þráinn Freyr Vigfússon Bjarni Siguróli Jakobsson hafnaði í 11. sæti í Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, sem haldin var í Lyon í Frakklandi dagana 29.-30. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 18:30 að íslenskum tíma en 24 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppnir í sínum heimsálfum. Í tilkynningu segir að Bocuse d'Or sé ein virtasta matreiðslukeppni heims og þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin sé því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d'Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson. „Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir tuttugu dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, Ísak aðstoðarmaður hans og Viktor þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin," segir í tilkynningu. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017, sem báðir nældu í bronsverðlaun. Matur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Bjarni Siguróli Jakobsson hafnaði í 11. sæti í Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, sem haldin var í Lyon í Frakklandi dagana 29.-30. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 18:30 að íslenskum tíma en 24 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppnir í sínum heimsálfum. Í tilkynningu segir að Bocuse d'Or sé ein virtasta matreiðslukeppni heims og þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin sé því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d'Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson. „Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir tuttugu dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, Ísak aðstoðarmaður hans og Viktor þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin," segir í tilkynningu. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017, sem báðir nældu í bronsverðlaun.
Matur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira