Flugvél sem Sala var í á leið frá Nantes til Cardiff hvarf skammt undan ströndum Frakklands þann 21. janúar. Flugmaðurinn David Ibbotson var einnig um borð. Flugvélin var af gerðinni Piper Malibu.
Sjá einnig: Sala sendi skilaboð úr flugvélinni og sagðist hræddur
Samkvæmt BBC verður notast við neðansjávarsónar til að reyna að finna flak flugvélarinnar. Finnist það veður kafbátur sendur til að skoða flakið.
Sala var tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og hafði hann verið seldur frá Nantes til Cardiff og var hann á leiðinni til síns nýja félags þegar hann hvarf. Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu Nantes og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Leit var hætt í síðustu viku þar sem engar líkur voru taldar á að finna Sala eða Ibbotson á lífi. Hér að neðan má sjá hvar sessurnar fundust.