James Harden endaði janúar á því að skora 37 stig í nótt í tapi Houston Rockets á móti New Orleans Pelicans.
Harden klikkaði reyndar á 21 skoti í leiknum (34% skotnýting) en tókst engu að síður að ná yfir þrjátíu stigin í 24. leiknum í röð.
Harden skoraði þar með 43,6 stig að meðaltali í fjórtán leikjum sínum í fyrsta mánuði ársins sem er það mesta í einum mánuði síðan að Wilt Chamberlain skoraði 45,8 stig að meðaltali í mars 1963.
James Harden finishes January averaging 43.6 PPG.
That's the most by any player since Wilt Chamberlain averaged 45.8 PPG in March of 1963. (via @EliasSports) #SCFactspic.twitter.com/1uNJOMSqm3
— SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019
Harden skoraði alls 610 stig í mánuðinum en aðeins einn leikmaður hefur náð að skora 600 stig í einum mánuði á síðustu fjórum áratugum og það var enginn annar en Michael Jordan.
Jordan skoraði 676 stig í mars 1987 í 19 leikjum sem gera 35,6 stig að meðaltali í leik.
James Harden is out here doing what we haven't seen since...Michael Jordan. #Rockets#Bullspic.twitter.com/TwKw3nIZpS
— Rockets Nation (@Rockets__Nation) January 30, 2019
Harden kemst upp í sjöunda sætið yfir flest stig að meðaltali í einum mánuði og sá eini sem er fyrir ofan hann er umræddur Wilt Chamberlain. Til að komast á listann þurfa leikmenn að hafa spilað minnst tíu leiki í mánuðinum.
James Harden has played his 14th and final game in January.
His 43.6 PPG in January were the 7th most in a calendar month in NBA history, and the most by any player not named Wilt Chamberlain (min. 10 games).
(@EliasSports) pic.twitter.com/MS0WrJ4XNg
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 30, 2019
Stats: Michael Jordan in his best scoring season vs. James Harden this year.
Will now duck for cover. See you later. pic.twitter.com/If3DiPOSWx
— HoopsHype (@hoopshype) January 28, 2019