Ebba Guðný höfð að fífli við netkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 10:30 Ebba verslar sennilega ekki á netinu á næstunni. mynd/LUCINDA „Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu. Bítið Neytendur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu.
Bítið Neytendur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira