Filippus prins, hertoginn af Edinborg, hefur ákveðið að hætta akstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham-höll og BBC greinir frá.
Hertoginn sem er orðinn 97 ára gamall tók ákvörðunina og skilaði inn ökuskírteini sínu í dag. Ákvörðunin kemur að öllum líkindum til vegna áreksturs sem prinsinn var valdur af í síðasta mánuði.
Áreksturinn varð þegar Filippus ók Land Rover bifreið sinni á KIA bíl nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi KIA bifreiðarinnar úlnliðsbrotnaði.
Filippus var gagnrýndur víða um heim, ekki síst vegna þess að greint var frá því að hertoginn hafi ekki beðist afsökunar á að hafa valdið slysinu. Prinsinn sendi þó farþeganum, Emmu Fairweather, bréf nokkrum dögum eftir slysið þar sem hann sagðist fullur iðrunar.
Filippus prins leggur bíllyklana á hilluna

Tengdar fréttir

Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi
Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar.

Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“
Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn.

Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar.

Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss
Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn.

Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins
Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn.