Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 22:26 Brynjar var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel „Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira