Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2019 20:30 Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á svæðið þar sem síðustu malarkaflarnir eru á þjóðveginum um norðausturhorn landsins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur en með þeim verður norðausturhringurinn allur lagður bundnu slitlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar kort Vegagerðarinnar yfir bundið slitlag er skoðað sést að á 44 kílómetra þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi en þetta er síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Alþingi hefur nú með samþykkt samgönguáætlunar, að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar, markað þá stefnu að strax í sumar verði hafist handa við að klára þetta verk. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir mjög ánægjulegt að sjá hvað þingnefndin virðist taka skýra afstöðu hvað varðar veginn um Langanesströnd og í framhaldinu um veginn um Brekknaheiði. „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ segir Elías. Þingnefndin tengir þetta við átak um eflingu byggðar við Bakkaflóa og leggur eindregið til að lagningu bundins slitlags á Langanesströnd ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verður farið í veginn um Brekknaheiði og má gera ráð fyrir að honum ljúki innan sex ára.Bændurnir á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mun breyta miklu fyrir bændurna á Miðfjarðarnesi, þau Sigríði Ósk Indriðadóttur og Krzysztof Krawczyk, sem við hittum síðastliðið sumar, en þau sækja bæði vinnu til Þórshafnar, auk þess sem börnin þeirra fara þangað í grunnskóla og það yfir heiði. „En það eru ekkert margir dagar sem ég kemst ekki í vinnu vegna veðurs. En vegurinn er náttúrlega alveg afleitur yfirleitt,“ segir Sigríður Ósk. Vegarbæturnar munu gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. „Það er það sem við höfum haldið fram; að þetta hafi ekki bara áhrif á þetta sveitarfélag heldur líka á ferðaþjónustu á öllu svæðinu. Vegna þess að það virðist vera þannig að túrismi gengur svolítið út á það að keyra í hringi en ekki fram og til baka. Og vegurinn hefur verið mikill tálmi hvað það varðar að bæði túristar og rútufyrirtæki kæmu þessa leið,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Norðurþing Samgöngur Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur en með þeim verður norðausturhringurinn allur lagður bundnu slitlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar kort Vegagerðarinnar yfir bundið slitlag er skoðað sést að á 44 kílómetra þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi en þetta er síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Alþingi hefur nú með samþykkt samgönguáætlunar, að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar, markað þá stefnu að strax í sumar verði hafist handa við að klára þetta verk. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir mjög ánægjulegt að sjá hvað þingnefndin virðist taka skýra afstöðu hvað varðar veginn um Langanesströnd og í framhaldinu um veginn um Brekknaheiði. „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ segir Elías. Þingnefndin tengir þetta við átak um eflingu byggðar við Bakkaflóa og leggur eindregið til að lagningu bundins slitlags á Langanesströnd ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verður farið í veginn um Brekknaheiði og má gera ráð fyrir að honum ljúki innan sex ára.Bændurnir á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mun breyta miklu fyrir bændurna á Miðfjarðarnesi, þau Sigríði Ósk Indriðadóttur og Krzysztof Krawczyk, sem við hittum síðastliðið sumar, en þau sækja bæði vinnu til Þórshafnar, auk þess sem börnin þeirra fara þangað í grunnskóla og það yfir heiði. „En það eru ekkert margir dagar sem ég kemst ekki í vinnu vegna veðurs. En vegurinn er náttúrlega alveg afleitur yfirleitt,“ segir Sigríður Ósk. Vegarbæturnar munu gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. „Það er það sem við höfum haldið fram; að þetta hafi ekki bara áhrif á þetta sveitarfélag heldur líka á ferðaþjónustu á öllu svæðinu. Vegna þess að það virðist vera þannig að túrismi gengur svolítið út á það að keyra í hringi en ekki fram og til baka. Og vegurinn hefur verið mikill tálmi hvað það varðar að bæði túristar og rútufyrirtæki kæmu þessa leið,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Norðurþing Samgöngur Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30
Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50
Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36