Luka Doncic segir auðveldara að skora í NBA-deildinni heldur en í Evrópuboltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 12:30 „Af hverju er þetta svona létt?“ vísir/getty Luka Doncic, leikstjórnandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, hefur gert það gott síðan að hann gekk í raðir Dallas síðasta sumar frá Real Madrid á Spáni. Doncic var fyrst um sinn valinn í NBA-valinu af Atlanta Hawks en var svo skipt yfir til Dallas í staðinn fyrir Trae Young. Sú skipti hafa leynst happafengur fyrir Dallas en Doncic er talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Doncic er fæddur 1999 og er frá Slóveníu en hann spilaði með Real Madrid frá 2015 og þangað til síðasta sumar. Hann vann Evrópudeildina með þeim síðasta vor en hann var valinn mikilvægasti leikmaður keppninnar nítján ára gamall. „Það er auðvitað auðveldara að skora í NBA en í Evrópu. Í Evrópu eru vellirnir minni og hér er þriggja sekúndna reglan. Ég held að það sé auðveldara að skora hérna,“ sagði Doncic í viðtali við spænska miðilinn Movistar+. Doncic hefur verið hælt mikið fyrir framgöngu sína í NBA-deildinni á leiktíðinni og hefur meðal annars LeBron James, einn besti körfuboltamaður allra tíma, stigið fram og hrósað Doncic. „Ég man eftir því viðtali. Það var sérstakt fyrir mig og fyrst og fremst var það sérstakt að spila gegn honum og svo segir hann þetta. Það var enn meira sérstakt fyrir mig,“ en aðspurður um drauma sína var svarið einfalt: „Draumur minn er að vinna hring í NBA. Það er klárt,“ en þeir sem vinna NBA-deildina fá sérstakan hring frá bandaríska körfuboltasambandinu. NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Luka Doncic, leikstjórnandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, hefur gert það gott síðan að hann gekk í raðir Dallas síðasta sumar frá Real Madrid á Spáni. Doncic var fyrst um sinn valinn í NBA-valinu af Atlanta Hawks en var svo skipt yfir til Dallas í staðinn fyrir Trae Young. Sú skipti hafa leynst happafengur fyrir Dallas en Doncic er talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Doncic er fæddur 1999 og er frá Slóveníu en hann spilaði með Real Madrid frá 2015 og þangað til síðasta sumar. Hann vann Evrópudeildina með þeim síðasta vor en hann var valinn mikilvægasti leikmaður keppninnar nítján ára gamall. „Það er auðvitað auðveldara að skora í NBA en í Evrópu. Í Evrópu eru vellirnir minni og hér er þriggja sekúndna reglan. Ég held að það sé auðveldara að skora hérna,“ sagði Doncic í viðtali við spænska miðilinn Movistar+. Doncic hefur verið hælt mikið fyrir framgöngu sína í NBA-deildinni á leiktíðinni og hefur meðal annars LeBron James, einn besti körfuboltamaður allra tíma, stigið fram og hrósað Doncic. „Ég man eftir því viðtali. Það var sérstakt fyrir mig og fyrst og fremst var það sérstakt að spila gegn honum og svo segir hann þetta. Það var enn meira sérstakt fyrir mig,“ en aðspurður um drauma sína var svarið einfalt: „Draumur minn er að vinna hring í NBA. Það er klárt,“ en þeir sem vinna NBA-deildina fá sérstakan hring frá bandaríska körfuboltasambandinu.
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira