Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:11 Boeing 737 Max 8 þota Icelandair. FBL/Sigtryggur Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun