Vill betri yfirsýn yfir hvernig fjármunum til nýsköpunar er varið Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 12:33 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld þurfa að vera vakandi fyrir því hvernig fjármunum er varið til nýsköpunar hér á landi. Stuðningur stjórnvalda við málaflokkinn hlaupi á háum fjárhæðum og betri yfirsýn þurfi yfir hvernig þeim fjármunum er varið. Þrátt fyrir að skilvirkni nýsköpunar hér á landi hafi minnkað á milli ára og skráning á einkaleyfum sé lítil eru Íslendingar ennþá framarlega í alþjóðlegum samanburði. Nýsköpun sé meginforsenda verðmætasköpunar, sem um leið tryggir að hægt sé að takast á við þær samfélagslegu áskoranir sem framundan eru. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, í sérstakri umræðu um gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag á Alþingi í dag. Í ræðum sínum undirstrikaði Þórdís mikilvægi frumkvöðlastarfs fyrir íslenskan efnahag. Nýsköpun væri ekki „notaleg“ heldur nauðsynleg og af þeim sökum væri þessa dagana verið að vinna að nýrri nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Í henni verði meðal annars litið til þess að hámarka virði þessi fjármagns sem stjórnvöld verja til stuðnings frumkvöðlastarfi. Það séu háar fjárhæðir að sögn Þórdísar – en þrátt fyrir það virðist þetta fjármagn skila sér illa í vexti fyrirtækja eða útflutningi á afurðum sem byggja á hugviti. Það verði til þess að hin svokallaða skilvirkni nýsköpunar hefur minnkað á Íslandi milli ára, sem dregur okkur niður á alþjóðlegum listum um styrk nýsköpunarumhverfa. Af þeim sökum sagði Þórdís að fyrrnefnd nýsköpunarstefna muni horfa til þess að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir það hvert fjárveitingar til nýsköpunar eru að fara. Þegar sú yfirsýn liggi fyrir verði hægt að grípa til aðgerða sem hámarki nýtingu fjármagnsins. Þar að auki telur Þórdís að mikilvægt sé fyrir íslensk stjórnvöld að stuðla að skilvirkara stuðningsumhverfi og minnka flækjustig í rekstri sprotafyrirtækja. Þá skuli jafnframt stuðla að aukinni samvinnu hins opinbera og fjárfesta, jafnt innlendra sem erlendra, auk þess sem Þórdís kallaði eftir „miklu nánara samstarfi“ háskóla, frumkvöðla og atvinnulífs. Þórdís sagðist jafnframt telja að sterk staða Íslands í jafnréttismálum geti nýst vel í ímyndarsköpun innlendrar nýsköpunar á erlendum vettvangi. Fá samfélög gera frumkvöðlum jafn auðvelt að samtvinna fjölskyldulíf og nýsköpun, sem mörgum útkeyrðum, erlendum frumkvöðlum kann án hef að þykja heillandi tilhugsun.Bryndís Haraldsdóttir, málshefjandi.Vísir/VilhelmSílíkondal fremur en stóriðju Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi umræðunnar og sagði rétt að nýsköpunarstefna Íslands, sem nú er í mótun, muni byggja á sérstöðu landsins. Erfitt sé að heimfæra árangur annarra ríkja í frumkvöðlastarfsemi á Ísland, þó að auðvitað megi horfa til þess sem virkað hafi vel erlendis. Þrátt fyrir að atvinnulíf á Íslandi sé sterkt að sögn Bryndísar er það jafnframt of einsleitt. Það þurfi fleiri sterkari stoðir, til að varna því að íslenskt atvinnulíf hrynji við fall einnar atvinnugreinar. Þá hrósaði Bryndís árangri sjávarútvegar fyrir góðan nýsköpunarárangur á undanförnum áratugum og taldi hún að Ísland hefði alla burði til að verða „Sílíkondalur sjávarútvegs í heiminum.“ Þrátt fyrir það taldi Bryndís að Íslendingar ættu að hverfa frá því að einblína á nýtingu náttúruauðlinda við nýsköpun – þess í stað ætti að horfa til „óþrjótandi hugarafls þeirra sem byggja þetta land.“ Fjórða iðnbyltingin sé „í fullu fjöri“ og að Íslendingar „eigi að vera með því í fjöri,“ sagði Bryndís og bætti við að „nýsköpun ætti að vera okkar nýja stóriðjustefna.“ Í andsvari sínu tók Þórdís undir hvatningarorð Bryndísar en undirstrikaði þó mikilvægi samspils hugvits og auðlinda. Eitt þyrfti ekki að útiloka annað, þvert á móti ætti að virkja hugvitið til að nýta takmarkaðar náttúruauðlindir enn betur. Alþingi Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að vera vakandi fyrir því hvernig fjármunum er varið til nýsköpunar hér á landi. Stuðningur stjórnvalda við málaflokkinn hlaupi á háum fjárhæðum og betri yfirsýn þurfi yfir hvernig þeim fjármunum er varið. Þrátt fyrir að skilvirkni nýsköpunar hér á landi hafi minnkað á milli ára og skráning á einkaleyfum sé lítil eru Íslendingar ennþá framarlega í alþjóðlegum samanburði. Nýsköpun sé meginforsenda verðmætasköpunar, sem um leið tryggir að hægt sé að takast á við þær samfélagslegu áskoranir sem framundan eru. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, í sérstakri umræðu um gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag á Alþingi í dag. Í ræðum sínum undirstrikaði Þórdís mikilvægi frumkvöðlastarfs fyrir íslenskan efnahag. Nýsköpun væri ekki „notaleg“ heldur nauðsynleg og af þeim sökum væri þessa dagana verið að vinna að nýrri nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Í henni verði meðal annars litið til þess að hámarka virði þessi fjármagns sem stjórnvöld verja til stuðnings frumkvöðlastarfi. Það séu háar fjárhæðir að sögn Þórdísar – en þrátt fyrir það virðist þetta fjármagn skila sér illa í vexti fyrirtækja eða útflutningi á afurðum sem byggja á hugviti. Það verði til þess að hin svokallaða skilvirkni nýsköpunar hefur minnkað á Íslandi milli ára, sem dregur okkur niður á alþjóðlegum listum um styrk nýsköpunarumhverfa. Af þeim sökum sagði Þórdís að fyrrnefnd nýsköpunarstefna muni horfa til þess að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir það hvert fjárveitingar til nýsköpunar eru að fara. Þegar sú yfirsýn liggi fyrir verði hægt að grípa til aðgerða sem hámarki nýtingu fjármagnsins. Þar að auki telur Þórdís að mikilvægt sé fyrir íslensk stjórnvöld að stuðla að skilvirkara stuðningsumhverfi og minnka flækjustig í rekstri sprotafyrirtækja. Þá skuli jafnframt stuðla að aukinni samvinnu hins opinbera og fjárfesta, jafnt innlendra sem erlendra, auk þess sem Þórdís kallaði eftir „miklu nánara samstarfi“ háskóla, frumkvöðla og atvinnulífs. Þórdís sagðist jafnframt telja að sterk staða Íslands í jafnréttismálum geti nýst vel í ímyndarsköpun innlendrar nýsköpunar á erlendum vettvangi. Fá samfélög gera frumkvöðlum jafn auðvelt að samtvinna fjölskyldulíf og nýsköpun, sem mörgum útkeyrðum, erlendum frumkvöðlum kann án hef að þykja heillandi tilhugsun.Bryndís Haraldsdóttir, málshefjandi.Vísir/VilhelmSílíkondal fremur en stóriðju Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi umræðunnar og sagði rétt að nýsköpunarstefna Íslands, sem nú er í mótun, muni byggja á sérstöðu landsins. Erfitt sé að heimfæra árangur annarra ríkja í frumkvöðlastarfsemi á Ísland, þó að auðvitað megi horfa til þess sem virkað hafi vel erlendis. Þrátt fyrir að atvinnulíf á Íslandi sé sterkt að sögn Bryndísar er það jafnframt of einsleitt. Það þurfi fleiri sterkari stoðir, til að varna því að íslenskt atvinnulíf hrynji við fall einnar atvinnugreinar. Þá hrósaði Bryndís árangri sjávarútvegar fyrir góðan nýsköpunarárangur á undanförnum áratugum og taldi hún að Ísland hefði alla burði til að verða „Sílíkondalur sjávarútvegs í heiminum.“ Þrátt fyrir það taldi Bryndís að Íslendingar ættu að hverfa frá því að einblína á nýtingu náttúruauðlinda við nýsköpun – þess í stað ætti að horfa til „óþrjótandi hugarafls þeirra sem byggja þetta land.“ Fjórða iðnbyltingin sé „í fullu fjöri“ og að Íslendingar „eigi að vera með því í fjöri,“ sagði Bryndís og bætti við að „nýsköpun ætti að vera okkar nýja stóriðjustefna.“ Í andsvari sínu tók Þórdís undir hvatningarorð Bryndísar en undirstrikaði þó mikilvægi samspils hugvits og auðlinda. Eitt þyrfti ekki að útiloka annað, þvert á móti ætti að virkja hugvitið til að nýta takmarkaðar náttúruauðlindir enn betur.
Alþingi Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira