Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2019 19:00 Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira