Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Þá segir í yfirlýsingu að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8%.
„Þetta er um 1 prósentu minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember og gangi það eftir yrði það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Hægari vöxtur stafar einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur eru því á að spenna í þjóðarbúskapnum minnki hraðar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu.
Mun peningastefnan á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun og yfirlýsingu nefndarinnar á fundi klukkan 10 í Seðlabankanum. Streymt verður beint frá fundinum hér á Vísi.
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent




Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent