Portúgalinn Jose Mourinho er sáttur við eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sér vegna skattsvika. Hann mun þó ekki sitja inni.
Spænsk yfirvöld sökuðu Mourinho um að hafa svikið fé undan skatti á árunum 2011-12 þegar hann var knattspyrnustjóri Real Madrid.
Hann var sagður skulda 3 milljónir punda í ógreidda skatta og var dæmdur í eins árs fangelsisvist fyrir það.
Mourinho sættir sig við dóminn en sleppur þó við að sitja í fangaklefa þar sem hann samdi um að greiða sekt í staðinn.
Nokkur fordæmi eru fyrir því að dómsættir náist í málum sem þessum, bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið dæmdir í fangelsi vegna skattsvika og borguðu báðir sekt til þess að sleppa við að sitja inni.
Mourinho dæmdur í eins árs fangelsi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




