Upprunaleg myndin, af eggi, vakti gríðarlega athygli þegar hún var sett á Instagram þann 4. janúar með það að markmiði að slá heimsmet Kylie Jenner, sem átti mest lækuðu myndina á Instagram, áður en eggið kom til sögunnar, eða um 18 milljónir læka.
Myndin af egginu rústaði metinu og er þegar þetta er skrifað alls með 52 milljónir læka. Þegar farið er inn á Instagram-síðu eggsins má sjá að sprungur voru farnar að myndast í eggið. Í gær var var myndbandi hlaðið upp á síðuna þar sem sjá má eggið brotna.
„Álagið sem fylgir samfélagsmiðlum er að ná til mín,“ segir í myndbandinu og í ljós hefur komið að eggið, sem nefnist Eugene, er hluti af herferð til þess að vekja athygli á geðheilsu. Vísar myndin inn á vefsíðuna talkingegg.info þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar um geðheilsu og ýmislegt sem tengist henni.
„Mér líður miklu betur núna. Ef þú finnur fyrir álagi, farðu inn á talkingegg.info og fáðu frekar upplýsingar,“ fylgir myndinni á Instagram.
Phew! I feel so much better now If you’re feeling the pressure, visit talkingegg.info to find out more. Let’s build this list together #EggGang #WeGotThis #TalkingEggView this post on Instagram
A post shared by EGG GANG (@world_record_egg) on Feb 4, 2019 at 4:06am PST