KR-liðið skoraði 33 stigum undir meðaltali sínu í gærkvöldi og það á heimavelli. Tveir slökustu sóknarleikir liðsins í Domino´s deild karla í vetur hafa báðir verið á móti Njarðvík.
Það er óhætt að segja að Njarðvíkurvörnin hafi spilað vel á móti KR-liðinu í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur. KR-liðið hefur aðeins tvisvar skorað undir 70 stig á tímabilinu og í bæði skiptin á móti Njarðvík.
Tveir vestu stigaleikir og tveir vestur skotleikir KR-inga eru á móti Njarðvík og KR-liðið hefur ekki hitt verr úr þriggja stiga skotum en liðið gerði í DHL-höllinni í gærkvöldi.
KR-liðið skoraði aðeins 55 stig á heimavelli í gær og klikkaði meðal annars á 24 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leik. Í fyrstu átta heimaleikjum sínum var KR-liðið að skora 90 stig og 10 þrista að meðaltali í leik.
Julian Boyd hélt uppi sóknarleik KR-liðsins og var með 53 prósent stiganna (29 af 55) og 57 prósent karfanna (12 af 21). Þetta þýðir að hinir leikmenn KR skoruðu aðeins 26 stig samtals og hittu bara úr 9 af 45 skotum sínum sem gerir 20 prósent skotnýtingu.
Enginn annar liðsmaður KR en Boyd skoraði meira en 7 stig í leiknum og Jón Arnór Stefánsson hitti sem dæmi aðeins úr 2 af 14 skotum sínum sem gerir 14 prósent skotnýtingu. Jón Arnór klikkaði líka á öllum þremur vítaskotum sínum í leiknum og var 0 af 6 í þriggja stiga.
Hér fyrir neðan má sjá frekari tölfræði um hversu illa hefur gengið hjá KR-liðinu á móti Njarðvíkingum í Domino´s deildinni í vetur. Þar má líka sjá að það hefur ekkert verið auðvelt heldur á móti nágrönnum Njarðvíkinga úr Keflavík.
KR í frystikistu Njarðvíkinga 2018-19:
KR á móti Njarðvík: 61,0 stig í leik og 33,8% skotnýting
KR á móti öðrum liðum: 89,8 stig í leik og 44,8% skotnýting
Erfitt á móti bæði Njarðvík og Keflavík 2018-19:
KR á móti Reykjanesbæjarliðunum: 70,0 stig í leik og 38,3% skotnýting
KR á móti liðum utan Reykjanesbæjar: 91,0 stig í leik og 45,2% skotnýting
Fæst stig í einum leik hjá KR i Domino´s í vetur:
55 - á móti Njarðvík 4. febrúar 2019
67 - á móti Njarðvík 9. nóvember 2018
71 - á móti ÍR 13. desember 2018
79 - á móti Keflavík 12. október 2018
80 - á móti Keflavík 11. janúar 2019
84 - á móti Stjörnunni 9. desember 2018
85 - á móti Grindavík 22. nóvember 2018
Versta skotnýting í einum leik hjá KR i Domino´s í vetur:
30,0% - á móti Njarðvík 4. febrúar 2019
37,9% - á móti Njarðvík 9. nóvember 2018
40,3% - á móti Stjörnunni 9. desember 2018
40,7% - á móti ÍR 13. desember 2018
41,7% - á móti Keflavík 12. október 2018
42,0% - á móti Breiðabliki 20. desember 2018
Versta 3ja stiga skotnýting í einum leik hjá KR i Domino´s í vetur:
14,3% - á móti Njarðvík 4. febrúar 2019 (4 af 28)
25,0% - á móti ÍR 13. desember 2018 (5 af 20)
25,9% - á móti Njarðvík 9. nóvember 2018 (7 af 27)
27,6% - á móti Tindastól 2. nóvember 2018 (8 af 29)
28,1% - á móti Keflavík 12. október 2018 (9 af 32)
28,1% - á móti Breiðabliki 20. desember 2018 (9 af 32)
Njarðvík með KR-liðið í frystikistunni í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti