Guðlaugur Þór styður Guaidó Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 19:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar. Utanríkismál Venesúela Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar.
Utanríkismál Venesúela Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira