Utanríkismál

Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land vildi var­nagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum

Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún líkir Evrópu­sam­bandinu við glæpa­mann

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Efna­hags­legt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þver­brotin

Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta and­lit“

„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundinum mikil­væga frestað

Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við „plan B“

Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Evran getur verið handan við hornið

Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Miðla sögu jafn­réttis­bar­áttunnar á Ís­landi til út­landa

Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið.

Innlent
Fréttamynd

Varnar- og öryggisstefna fyrir Ís­land: Á­hersla á Norður­slóðir, NATO og sam­starf við Banda­ríkin

Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september.

Innlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag við Þjóð­verja eigi að tryggja varnir og öryggi Ís­lendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Ís­lands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Frá torfkofum til tæki­færa

Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig.

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verskir bílar gætu verið notaðir til njósna

Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi Vélfags segir vinnu­brögð ráðu­neytisins ekki vera eðli­lega stjórn­sýslu

Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni.

Innherji
Fréttamynd

„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB

Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra Palestínu á Ís­landi á sögu­legum tímum

„Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa rætt við ísraelsk stjórn­völd og sett fram kröfur vegna Margrétar

„Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt.

Innlent