Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2019 11:47 Ágúst Arnar Ágústsson, fyrrverandi forstöðumaður og stjórnarformaður Zuism. Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent