Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Björk Eiðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ru Paul hér ásamt þeim Bjarna Óskarssyni og dragdrottningunni Gógó Starr. Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30