Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Björk Eiðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ru Paul hér ásamt þeim Bjarna Óskarssyni og dragdrottningunni Gógó Starr. Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30