Curry þurfti þrjá og hálfan leikhluta til þess að finna körfuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:30 Stephen Curry. vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira