Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 09:17 Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984. Vísir/AP Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira