Ósáttur nágranni man ekki eftir árás og innbroti vegna „ruglings í höfðinu“ Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Fréttablaðið/Pjetur Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira