ESB kallar Gíbraltar nýlendu Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. EPA/ANDRES CARRASCO RAGEL Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum. Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum.
Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46
Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28
Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41