„Kærastan fór að gráta og bróðir minn öskraði og æpti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:30 Nikola Jokic. Getty/Justin Tafoya NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira