Nýja sjúkrahótelið hefur kostað 2,3 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00
Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15