Íslandsbanki mun um helgina hleypa af stokkunum nýrri lausn á netinu sem heitir „Velkomin í hópinn“. Viðskiptavinir munu geta skráð sig í viðskipti hjá bankanum í appi eða á vefnum og stofnað bankareikninga og sótt um kreditkort á örfáum mínútum.
„Það sem er nýtt í þessu er að umsóknarferli lána og kreditkorta er með öllu orðið sjálfvirkt,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við Fréttablaðið. Skapað hafi verið ferli sem auki skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Í lok mánaðarins verði boðið upp á hefðbundin útlán í appinu eða á vefnum sem séu undir tveimur milljónum króna.
Á allra næstu vikum verði lausnin jafnframt á ensku og jafnvel fleiri tungumálum. Hún segir að það sé nýmæli að nú geti útlendingar með íslenska kennitölu stofnað rafrænt launareikning og fleira. Birna vekur athygli á að færri heimsæki útibúin en áður en fólk vilji áfram ráðgjöf og bendir á að 95 prósent greiðslumata bankans vegna húsnæðislána fari fram á netinu. – hvj
Umsóknarferli lána sjálfvirkt í Íslandsbanka
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið


„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent



Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent