Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 13:02 Kolbrún segir fá mál rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Vísir/Baldur Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00