Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:55 George Mendonsa var á sínu fyrsta stefnumóti með konunni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans þegar myndin fræga var tekin. Það var þó ekki konan sem hann kyssti. Getty Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri. Andlát Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira