Segir að stokka þurfi upp menntakerfið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún. Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún.
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira