„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira