Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 18. febrúar 2019 11:30 Skeggrætt um líkindi lags Friðriks Ómars Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain með Ríhönnu. Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019 Eurovision Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019
Eurovision Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira