Sergio Ramos náði sér í miður skemmtilegt met í dag þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Real Madrid og Girona í La Liga deildinni.
Spjaldið sem Ramos fékk var það tuttugasta og fimmta á ferlinum sem gerir hann að rauðasta manni Evrópu.
Ramos átti nú þegar metið yfir flest rauð spjöld á ferlinum í La Liga deildinni en nú er hann sá maður sem hefur fengið flest rauð spjöld allra í fimm stærstu deildum Evrópu.
Cyril Rool, fyrrum leikmaður Bordeaux, Nice og Marseille, átti metið með 19 spjöld í frönsku úrvalsdeildinni. Spjald Ramos í dag var hans tuttugasta í La Liga.
Hin fimm spjöldin á félagsliðaferlinum komu í Meistaradeild Evrópu og spænsku bikarkeppninni.
Þó ótrúlegt megi virðast hefur Ramos aldrei fengið að líta rauða spjaldið í landsleik, en hann á að baki 161 landsleik fyrir Spán.
Enginn fengið rautt oftar en Ramos
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti