Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:30 Það er oft handagangur í öskjunni þegar skipin liggja þétt saman við loðnuleit austur fyrir landi. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“ Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira