Tvær af sex leigubílastöðvum með sérmerkt stæði: „Mér finnst þetta óréttlátt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. febrúar 2019 20:35 Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur. Leigubílastjórar Taxi Service segja vegið að eðlilegri samkeppni og hafa ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en segja fátt um svör. Eins og staðan er í dag eru sex leigubílastöðvar eru með rekstur á höfuðborgar- og Suðurnesjasvæðinu. Tvær stærstu leigabílastöðvarnar eru með sérmerkt stæði í miðbæ Reykjavíkur en það er Hreyfill í Aðalstrætinu og BSR í Lækjargötunni. Leigubílstjórar hjá Taxi service, sem eru þrjátíu og fjórir, sem og forráðamenn stöðvarinnar eru ekki sáttir og vilja að stæðin séu aðgengileg öllum leigubílstjórum.Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur, annars vegar Hreyfill og hins vegar BSRB.„Eftir okkar bestu vitund þá er ekki borgað, það er ekki greitt fyrir afnot af þessum stæðum sem þessir tilteknu leigubílstjórar hafa og þetta er að okkar mati brot á samkeppni á leigubílamarkaði,“ segir Daníel Örn Sigurðsson, leigubílstjóri hjá Taxi Service. Framkvæmdastjórn Taxi Service, fyrir hönd leigubílstjóranna, hefur ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en það er borgin sem úthlutar stæðunum. Fyrsta kvörtunin var send fyrir um ári en fátt er um svör sögn Daníels og bílstjórarnir orðnir þreyttir á að bíða. Allir leigubílstjórnar hafa aðgang að svokölluðu safnstæði á Hverfisgötunni. Bílstjórnarnir segja þetta kerfi bitna illa á þeim enda ekki með aðgang aðgengilegustu stæðunum í miðbænum. Það geti leitt til þess að þeir missi viðskiptavini. „Þetta skerðir líka flæði, sérstaklega um helgar þegar það er mikið að gera og það safnast kannski 10-15 bílar í röð uppá Hverfisgötu og svo er kannski bara engin bíll á BSR stæðinu og við megum ekki leggja þar vegna þess að við höfum ekki rétt á því,“ segir Daníel. Hér hljóti að vera vegið að eðlilegri samkeppni. „Mér finnst þetta óréttlátt. Við viljum bara hafa jafna samkeppni og að jafnt skuli yfir alla ganga. Rétt skal bara vera rétt.“ Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur. Leigubílastjórar Taxi Service segja vegið að eðlilegri samkeppni og hafa ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en segja fátt um svör. Eins og staðan er í dag eru sex leigubílastöðvar eru með rekstur á höfuðborgar- og Suðurnesjasvæðinu. Tvær stærstu leigabílastöðvarnar eru með sérmerkt stæði í miðbæ Reykjavíkur en það er Hreyfill í Aðalstrætinu og BSR í Lækjargötunni. Leigubílstjórar hjá Taxi service, sem eru þrjátíu og fjórir, sem og forráðamenn stöðvarinnar eru ekki sáttir og vilja að stæðin séu aðgengileg öllum leigubílstjórum.Tvær af sex leigubílastöðvum eru með sérmerkt stæði í miðborg Reykjavíkur, annars vegar Hreyfill og hins vegar BSRB.„Eftir okkar bestu vitund þá er ekki borgað, það er ekki greitt fyrir afnot af þessum stæðum sem þessir tilteknu leigubílstjórar hafa og þetta er að okkar mati brot á samkeppni á leigubílamarkaði,“ segir Daníel Örn Sigurðsson, leigubílstjóri hjá Taxi Service. Framkvæmdastjórn Taxi Service, fyrir hönd leigubílstjóranna, hefur ítrekað kvartað til Reykjavíkurborgar en það er borgin sem úthlutar stæðunum. Fyrsta kvörtunin var send fyrir um ári en fátt er um svör sögn Daníels og bílstjórarnir orðnir þreyttir á að bíða. Allir leigubílstjórnar hafa aðgang að svokölluðu safnstæði á Hverfisgötunni. Bílstjórnarnir segja þetta kerfi bitna illa á þeim enda ekki með aðgang aðgengilegustu stæðunum í miðbænum. Það geti leitt til þess að þeir missi viðskiptavini. „Þetta skerðir líka flæði, sérstaklega um helgar þegar það er mikið að gera og það safnast kannski 10-15 bílar í röð uppá Hverfisgötu og svo er kannski bara engin bíll á BSR stæðinu og við megum ekki leggja þar vegna þess að við höfum ekki rétt á því,“ segir Daníel. Hér hljóti að vera vegið að eðlilegri samkeppni. „Mér finnst þetta óréttlátt. Við viljum bara hafa jafna samkeppni og að jafnt skuli yfir alla ganga. Rétt skal bara vera rétt.“
Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira