Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum 15. febrúar 2019 14:32 Weld þótti fremur frjálslyndur repúblikani á sínum tíma. Í kosningabaráttunni árið 2016 kom hann Hillary Clinton meðal annars til varnar vegna rannsóknarinnar á tölvupóstum hennar. Vísir/EPA Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira