Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 13:15 Albertína Friðbjörg varaformaður atvinnuveganefndar segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira