Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 13:15 Albertína Friðbjörg varaformaður atvinnuveganefndar segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira