Engin afsökun fyrir lögreglumanninn að hann var mjög ölvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 11:39 Fyrirsögnin á fréttinni á Kringvarpinu. Kringvarp Føroya Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið. Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið.
Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24