44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 07:30 Russell Westbrook. AP/Tyler Kaufman Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89 NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89
NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira